Endursöluholl vegna forfalla í Langá 7-11.ágúst – Tilboð

Vegna Covid 19 ástandsins var stórt holl að losna í endursölu fyrir þá aðila í Langá daganna 7.8.9 og 11.ágúst. Hægt verður að kaupa eina vakt eftir hádegi 7.ágúst (12 stangir lausar) á 35.000 kr. Þann 8. ágúst eru 12 stangir lausar og 9.ágúst einnig. Þeir dagar verða seldir í heilum dögum frá morgni til kvölds (frá 08:00-20:00 og enginn pása). Verðið á heilu dögunum er 70.000 kr. Hægt er að kaupa staka vakt þann 11. ágúst á 35.000 kr. og eru 12 stangir lausar þar.

ATH: Veiðihúsið verður lokað og því ekkert húsgjald

Rigning er í kortunum og er von á að þessir dagar verði líflegir enda hefur laxgengd í ánna verið með ágætu móti og nóg af laxi

Vinsamlegast sendið e-mail með nafni og kennitölu greiðanda á [email protected] með tilgreiningu á þeim dögum sem menn vilja

 

Með kveðju