Leirvogsá pökkuð!

Eftir rigningarnar í síðustu viku hefur Leirvogsá farið á flug, menn eru að telja tugi laxa á helstu stöðum. Flestir laxarnir eru að koma á land fyrir neðan þjóðveg en á eftirlitsferð í gær taldi veiðivörður tugi fiska í Snoppu og Birgishyl. Við heyrðum í veiðimanni sem var kominn með kvótann klukkan 10, hann sagði að laxinn væri á fleiri hæðum í Brúargrjóti og Móhyl.

Í lok dags 22. júlí var heildartalan 101 fiskur og áin er gjörsamlega blá af laxi, síðan má ekki gleyma að það er sterkur sjóbirtingsstofn í Leirvogsá, á hverju ári veiðast birtingar sem eru yfir 80cm langir.

Það er laust í Leirvogsá á næstu dögum og laus leyfi eru hér.