Laxinn mættur í Elliðaár og Langá!
Sá silfraði er byrjaður að skríða upp í árnar á Vesturlandi og fyrir nokkrum dögum sáust fallegir laxar í Langá, nánar tiltekið í veiðistaðnum Krókódíl. Einnig hefur sést til laxa í Elliðaánum, þónokkrir laxar hafa sést á Breiðunni. Teljarinn er komin í gang í Elliðaánum og er baratímaspursmál hvenær fyrsti laxinn fari í gegnum hann! …