Flekkudalsá – fréttir og stórlax

Flekkudalsá er á sem á sérstakan stað í hjarta margra veiðimanna, veiðisvæðið er fjölbreytt og fallegt. Þorgils Helgason var við veiðar í ánni fyrir stuttu og sendi okkur línu.

“Veiðin í Flekkudalsá hefur farið rólega af stað eins og víðast hvar á landinu. Hollið sem lauk veiðum í dag landaði 5 löxum og missti annað eins. Ástundun var róleg og veðrið æðislegt. Á hádegi í dag voru komnir 28 laxar á land.Alltaf fallegt að koma í Flekkuna og gott að vera en vonandi fer veiðin aðeins vaxandi á komandi dögum.”

Móðir Þorgils, Margrét Lísa fékk sinn stærsta lax á ferlinum í ferðinni, stórglæsilega 85cm hrygnu sem lét heldur betur fyrir sér hafa. Þvílík átök og taka hjá hrygnunni sem rauk út um allan hylinn, stökk í þrígang og var loks landað aðeins fyrir neðan. Hrygnan tók rauðan Frances nr 12.

By SVFR ritstjórn Fréttir