Það hefur vakið athygli hversu mikið veiðist af hnúðlaxi þessa dagana, hann er nýr á vatnasvæðum Íslands og er ekki vinsæll meðal stangveiðimanna. Hnúðlax veiddist fyrir stuttu í Sandá í Þistilfirði, myndin sem fylgir fréttinni er af honum.
Algengt er að veiðimenn ruglist á hnúðlaxi og sjóbleikju þegar hann er nýgenginn, en doppóttur sporðurinn kemur upp um þá. Þegar hnúðlaxinn er búinn að vera í ánni í nokkra daga byrjar hann að taka lit eins og aðrir sjógengnir fiskar, hængarnir fá hnúð á bakið sem einkennir tegundina. Mikilvægt er að tilkynna veidda hnúðlaxa og drepa þá.
Mynd fengin frá Náttúrustofu Suðvesturlands, hér má sjá hvernig hnúðlaxinn lítur út.