Flott veiði í Efri-Flókadalsá!

Það hefur verið góð veiði í Efri-Flókadalsá í sumar, bleikjurnar eru vænar og það er nóg af þeim. Síðustu fréttir sögðu að það eru komnar 433 bleikjur á land! Það er nokkuð ljóst að heildarveiðin mun enda í rúmlega 1000 bleikjum með þessu áframhaldi, síðan veit maður aldrei hvort að einn og einn lax verði skráður í bók.

Við fengum senda skýrslu frá Markúsi Sigurjónssyni sem var í Flókadalsá um miðjan júlí.

“Veðrið var geggjað 20+ allan tímann og vorum við í góðu yfirlæti í góðum félagsskap, borðuðum góðan mat og veiddum vel. Áin var mjög vatnsmikil þegar við komum en það sjatnaði mikið í henni um helgina og var áin í frábæru vatni þegar við fórum Hollið landaði 97 fiskum og allir fengu fisk, við sáum stóra torfu koma inn síðasta morguninn þannig að það ætti að vera fjör næstu daga.”

Við eigum eitt holl eftir í Efri Flókadalsá, það má sjá hér.

By SVFR ritstjórn Fréttir