Hörkutilboð í Laxárdal og Mývatnssveit!

Núna býðst félagsmönnum að kaupa stangir í Laxárdal og Mývatnssveit á 50% afslætti, veitt er hálfan/hálfan og það er ekki skylda að vera í veiðihúsi. Ef menn vilja vera í húsi skulu þeir senda póst á [email protected].

Leyfin í Mývatnssveitinni eru á 21.840kr og í Laxárdalnum eru dagurinn á 16.400kr, frábært tækifæri til að veiða þessi rómuðu urriðasvæði!

Aðstæður fyrir norðan eru afar góðar og er áin afar tær miðað við sama tíma síðustu ár. Lausa daga má sjá á vefsölunni okkar hér.

By SVFR ritstjórn Fréttir