Leirvogsá komin í gírinn!

Eftir rólega byrjun í Leirvogsá virðist laxinn vera að mæta til leiks. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegi. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og micro Frances cone. Sá stærsti hjá þeim var 82 cm! Það eru laus leyfi á morgun!! Sjá www.svfr.is/vefsala