Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er sannkölluð stórlaxaá, það gekk einn glæsilegur 104cm hængur upp teljarann í gær. Ásamt honum var 81cm hrygna sem lítur úr fyrir að vera smálax við hliðina á tröllinu!
Núna eru tveir laxar yfir 100cm búnir að ganga upp teljarann en um daginn fór 107cm hrygna upp. Núna er bara spurning hvenær fiskarnir veiðast!