Sjóbirtingurinn mættur í Varmá!
Já, þið lásuð rétt – sjóbirtingurinn er mættur snemma þetta árið í Varmá og sást talsvert af honum um helgina. Matthías Stefánsson var að leiðsegja í Varmá um helgina og það kom honum verulega á óvart að það var talsvert af nýgengnum sjóbirtingi á svæðinu. Talsvert var af fiski á Stöðvarbreiðunni og á veiðistað 7. …