Elliðaárnar að vakna – laxinn mættur og teljarinn klár!

Elliðaárnar eru að vakna og eru klárar fyrir þann silfraða sem þegar er farinn að láta sjá sig. Ásgeir Heiðar sá vænan lax í morgun neðarlega í fossinum og einnig bárust fréttir fyrr í vikunni frá öðrum veiðimanni sem varð var við laxa fyrir neðan brú.

Teljarinn var gangsettur í dag og á sama tíma lauk seiðamerkingum hjá Jóhannesi hjá Laxfiskum, en hann er búinn að verja mörgum stundum síðustu daga við að merkja seiði sem eru á leið til sjávar.

Hér má nálgast hlekk til að skða teljarann.

Það verður spennandi að fylgjast með teljaranum og fylgjast með fiskunum þegar þeir synda þar í gegn.

 

Góða skemmtun við árnar í sumar!

Skrifstofan

By SVFR ritstjórn Fréttir