Elliðaárnar opnuðu í gærmorgun og þetta árið vantaði ekki laxinn en það komu 4 laxar á land á morgunvaktinni og 7 seinnipartinn. Í ár voru það Reykvíkingar ársins, þau Kamila Walijewska og Marco Pizzolato, sem opnuðu Elliðaárnar. Skemmst er frá að segja að það tók þau ekki langan tíma að fá maríulaxinn á Breiðunni enda var talsvert af laxi á svæðinu.
Góð veiði var fyrir ofan Árbæjarstíflu og skiluðu Árbæjarhylur, Hundasteinar, Hraunið og Símastrengur löxum.
Útlitið er gott fyrir sumarið í Elliðaánum og bíðum við spennt eftir fyrstu stóru göngunum. Samkvæmt teljaranum eru 34 fiskar komnir upp og eru þeir flestir laxar. Þið getið fylgst með teljaranum hér.