Frábær opnun Elliðaánna!

Elliðaárnar opnuðu í gærmorgun og þetta árið vantaði ekki laxinn en það komu 4 laxar á land á morgunvaktinni og 7 seinnipartinn. Í ár voru það Reykvíkingar ársins, þau Kamila Walijewska og Marco Pizzolato, sem opnuðu Elliðaárnar. Skemmst er frá að segja að það tók þau ekki langan tíma að fá maríulaxinn á Breiðunni enda var talsvert af laxi á svæðinu.

Góð veiði var fyrir ofan Árbæjarstíflu og skiluðu Árbæjarhylur, Hundasteinar, Hraunið og Símastrengur löxum.

Útlitið er gott fyrir sumarið í Elliðaánum og bíðum við spennt eftir fyrstu stóru göngunum. Samkvæmt teljaranum eru 34 fiskar komnir upp og eru þeir flestir laxar. Þið getið fylgst með teljaranum hér.

By SVFR ritstjórn Elliðaár Fréttir