Sjóbirtingurinn mættur í Varmá!

Já, þið lásuð rétt – sjóbirtingurinn er mættur snemma þetta árið í Varmá og sást talsvert af honum um helgina.

Matthías Stefánsson var að leiðsegja í Varmá um helgina og það kom honum verulega á óvart að það var talsvert af nýgengnum sjóbirtingi á svæðinu. Talsvert var af fiski á Stöðvarbreiðunni og á veiðistað 7.

Þau náðu einum 85cm sjóbirtingi á land og tók hann litla Pheasant Tail á Stöðvarbreiðunni, það fer ekkert á milli mála að þessi fiskur er nýgenginn enda hnausþykkur!

Það er laust næstu daga í Varmá, laus leyfi má finna á vefsölunni okkar.

By SVFR ritstjórn Fréttir Varmá - Þorleifslækur