Hörku byrjun í Laxárdal!

Vel hefur veiðst á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal nú í upphafi sumars. Opnunarhollið hætti veiðum eftir hádegi í dag og skráðir fiskar í bók eru 64 talsins. Af þessum 64 fiskum voru 46 þeirra yfir 60 cm og sex fiskar voru yfir 70 cm. Sá stærsti mældist 74 cm. Ástandið á fiskunum er almennt mjög gott. Fiskarnir hafa veiðst útum alla á en af einstökum stöðum ber að nefna Halldórsstaðahólma, Kletthólma og Nónvik sem allir hafa verið heitir nú í upphafi sumars. Þannig hafa komið fimm fiskar yfir 70 cm á Halldórsstaðaflóa á móts við Kletthólma.

Veiðifréttir úr Mývatnssveit og Laxárdal eru því frábærar og veit á gott fyrir sumarið.

Á myndinni sést Ragna Árnadóttir með glæsilegan 73cm urriða.

By SVFR ritstjórn Fréttir Laxá í Láxárdal