Vatnaveiðin í blóma – Veiðikortið fyrir félagsmenn

Nú er besti tíminn í vatnaveiðinni að bresta á. Vatnaveiðimenn hafa verið að fá flotta veiði það sem af er tímabili og það er greinilegt að silungurinn er að koma vel undan vetri.  Óvenju mikið er af vænum silungi og algengt er að fá fiska um 40-50 cm.

Félagsmenn sem eiga eftir að fá sér Veiðikortið geta keypt það hér á vefnum og fengið það sent. Þeir sem vilja geta líka sótt kortið til okkar og sett inn athugasemd um það í kaupferlinu.

Það er ekki eftir neinu að bíða og skella sér með fjölskylduna eða vinum og njóta vatnaveiðinnar meðan hún er í sínu besta formi!

Nánari upplýsingar um vötnin má finna á vef  Veiðikortsins, veidikortid.is en hér fyrir neðan má sjá lista fyrir vötnin í Veiðikortinu eftir landshlutum:

SUÐURLAND
Elliðavatn
Frostastaðavatn
Gíslholtsvatn
Kleifarvatn á Reykjanesi
Meðalfellsvatn
Úlfljótsvatn
Vífilsstaðavatn
Þingvallavatn

NORÐURLAND
Arnarvatn á Melrakkasléttu
Hraunhafnarvatn
Ljósavatn
Sléttuhlíðarvatn
Svínavatn í Húnaþingi
Vestmannsvatn
Æðarvatn
Ölvesvatn – Skagaheiði

VESTURLAND
Baulárvallarvatn
Berufjarðarvatn
Haukadalsvatn
Hreðavatn
Hlíðarvatn í Hnappadal
Hólmavatn í Dölum
Hraunsfjarðarvatn
Hraunsfjörður
Langavatn
Laxárvatn í Dölum
Sauðlauksdalsvatn

AUSTURLAND
Haugatjarnir
Kleifarvatn í Breiðdal
Mjóavatn í Breiðdal
Skriðuvatn
Sænautavatn
Urriðavatn
Þveit

 


Örn Hjálmarsson og Vignir Burknason fengu þessa fallegu morgunveiði fyrir nokkrum dögum í Hraunsfirði.


Smári Magnússon með eina af mörgum boltableikjunum sem hann hefur veitt í Úlfljótsvatni. Þessa fékk hann um helgina!

 

 

Með veiðikveðju,

SVFR

 

 

By SVFR ritstjórn Fréttir