By Ingimundur Bergsson

Góður gangur í Gljúfurá!

Gljúfurá í Borgarfirði er í toppmálum þessa dagana.  Það er kjörvatn í ánni og laxinn er vel dreifður um ána.  Veiðin er að skiptast nokkuð jafnt á flugu og maðk og greinilegt að laxinn er í miklu tökustuði.  Hollið sem lauk veiðum í gær endaði með 17 laxa, tvo sjóbirtinga,  eina bleikju og eina flundru.  …

Lesa meira Góður gangur í Gljúfurá!

By Ingimundur Bergsson

Glæsileg bók um Norðurá komin út!

Norðurá enn fegurst áa, eftir Jón G. Baldvinsson, fyrrverandi formann og Gullmerkjahafa SVFR, er nýlega komin út og þar ættu aðdáendur Norðurár sannarlega að fá eitthvað bitastætt enda fáir sem þekkja Norðurá betur en hann. Útgáfuhóf verður haldið í Veiðiflugum á fimmtudaginn kemur frá 16-19 vegna bókarinnar “Norðurá – enn fegurst áa”. Allir velkomnir. Jón …

Lesa meira Glæsileg bók um Norðurá komin út!

By Ingimundur Bergsson

Forúthlutun og endurbókun fyrir 2022

Kæru veiðimenn, Nú erum við byrjuð að huga að úthlutunum fyrir veiðisumarið 2022. Ákveðin ársvæði eru boðin í forúthlutun í heild eða að hluta til, þar sem þeir sem keyptu veiðileyfi 2021 eiga forkaupsrétt á sömu dögum fyrir 2022. Til þess að nýta þennan forkaupsrétt þurfa veiðimenn að fylla út endurbókunarformið okkar sem má finna …

Lesa meira Forúthlutun og endurbókun fyrir 2022

By Ingimundur Bergsson

Frábær feðgavakt í Elliðaánum

Feðgarnir Sindri Þór Kristjánsson og Alexander Þór Sindrason (12 ára) áttu eftirminnilega vakt í Elliðaánum um síðustu helgi. Sindri Þór byrjaði á því að fá fallegan lax í Símastreng á púpu. Skömmu seinna fer Alexander Þór yfir veiðistaðinn með Green Butt og setti í og landaði glæsilegum 86 cm laxi. Ungi veiðimaðurinn var bara rétt …

Lesa meira Frábær feðgavakt í Elliðaánum

By Ingimundur Bergsson

Kastað til bata

Kastað til bata 2021 Í síðustu viku lauk verkefninu Kastað til bata 2021 sem er á vegum Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheill – samhjálpar Kvenna og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og …

Lesa meira Kastað til bata