Góður gangur í Gljúfurá!
Gljúfurá í Borgarfirði er í toppmálum þessa dagana. Það er kjörvatn í ánni og laxinn er vel dreifður um ána. Veiðin er að skiptast nokkuð jafnt á flugu og maðk og greinilegt að laxinn er í miklu tökustuði. Hollið sem lauk veiðum í gær endaði með 17 laxa, tvo sjóbirtinga, eina bleikju og eina flundru. …