Tillaga um lagabreytingu.

Nú styttist í aðalfund félagsins 23.febrúar 2023 og frestur til að kynna breytingar að lögum félagsins rann út á miðnætti og barst skrifstofu ein breytingartillaga sem lögð verður fyrir aðalfund félagsins.

Hún koma frá Hrannari Pétursson, stjórnarmanni og tilkynningin í heild sinni svohljóðandi:

Kæri viðtakandi.

Undirritaður óskar eftir því, að meðfylgjandi tillaga að breytingum á lögum SVFR verði borinn undir aðalfund félagsins þann 23. febrúar n.k.

Undirritaður leggur til breytingu á 3. málsgrein 10. greinar laga SVFR.

Samkvæmt greininni skal stjórn „annast úthlutun veiðileyfa.“ Lagt er til, að sú skylda stjórnar skuli aflögð, enda er starfsfólk á skrifstofu betur til þess fallið að annast úrvinnslu umsókna sem verður skilvirkari fyrir vikið. Þá verður ekki hjá því litið, að ákvæðið kann að skapa þá ásýnd að stjórnarmenn hafi með einhverjum hætti óeðlileg áhrif á úthlutun veiðileyfa. Slíkt er ekki æskilegt og skal umrætt ákvæði fellt úr greininni.

Því er lagt til, að 3. málsgrein 10. gr. laga SVFR verði svohljóðandi: „Stjórn útbýr úthlutunarreglur veiðileyfa og kynnir þær. Stjórn ákveður verð á veiðileyfum og setur veiðireglur fyrir einstök veiðisvæði.“

Virðingarfyllst,

Hrannar Pétursson

Kt. 0508735879

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir