Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri – formannsskipti framundan

Jón Þór Ólason, formaður SVFR frá árinu 2018, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi félagsins þann 23. febrúar næstkomandi.  Nýr formaður mun því taka við félaginu að loknum fundinum, Ragnheiður Thorsteinsson sem ein skilaði inn framboði áður en frestur rann út.

Formannstíð Jóns Þórs hefur sannarlega verið SVFR til góðs. Við upphaf hennar var fjárhagur félagsins viðkvæmur, en nú skilur Jón Þór við félagið í sterkri stöðu eftir tvö bestu rekstrarárin í sögu þess. Það er ekki síst athyglisvert í ljósi vatnsleysis árið 2019 og þeirra áskoranna sem Covid-sumrin 2020 og 21 báru með sér.

„Ég er stoltur af SVFR og árangrinum sem félagið hefur náð. Samstarfið við starfsfólk SVFR, stjórnarmenn og ekki síst fráfarandi framkvæmdastjóra hefur verið frábært og ég hlakka til að sjá Röggu taka við stjórnartaumunum. Ég mun sakna samskipta við félagsmenn og landeigendur, en fyrir mig er tímabært að breyta um áherslur.“ segir Jón Þór.

By Ingimundur Bergsson Fréttir