Elliðaárnar – úthlutun lokið!

Kæru félagar, loksins!

Við viljum biðjast velvirðingar á hversu langan tíma tók að klára úrvinnslu. Gríðarlegur umsóknarþungi var í ár og eftir úthlutun er árnar nánast uppseldar og fyrstu lausu dagar ekki fyrr en um miðjan september!

Reikningar ættu að berast umsækjendum í dag og kröfur birtast í heimabanka í dag eða eftir helgi.

Úrvinnsla umsókna var þannig háttað að slembifall í Excel gaf umsóknaraðilum tilviljunarkennd númer og lægstu númer fengu stangir á þeim dögum sem sótt var um.  Þegar búið var að úthluta til þeirra sem fengu, var því næst byrjað að raða þeim niður á næsta lausa dag á eftir án þess að taka tillit til hvort umsókn hafi verið fyrir eða eftir hádegi.  Með því móti var hægt að koma öllum umsækjum fyrir þó svo ekki allir hafi fengið sinn dag.

Rétt er að benda á að ef þú sóttir um fleiri en einn dag þá var fremsta umsókn tekin gild og öðrum eytt.    Eftir útdrátt þá fengu þeir sem ekki fengu sína umbeðnu dag næsta lausa dag á eftir.  Því miður er oft ansi langt á milli óskadags og dags sem var laus.

Ef þú sóttir um og fékkst dag sem þú getur ekki nýtt þér getur þú annað hvort svarað tölvupóstinum með reikningnum og beðið um að skila honum inn, nú eða nýtt þér markaðstorg veiðileyfa á Facebook (Veiðileyfi til sölu) og skipt við aðra sem eru í sömu vandamálum.

 

Með kærri kveðju,

Skrifstofa SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir