Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

Daginn er farið að lengja og veiðimenn farnir að huga að komandi veiðitímabili sem hefst formlega 1. apríl. Við höfum opnað vefsöluna fyrir félagsmönnum SVFR, en aðeins fyrir veiðileyfum í vorveiðina.

Veiðileyfin sem hægt er að kaupa núna í vefsölunni eru fyrir eftirfarandi ársvæði:
Varmá – 2. apríl til 20. október
Leirvogsá vorveiði – 1. apríl til 30. maí
Korpa vorveiði – 2. apríl til 30. maí
*minnum á að félagar þurfa að skrá sig inn til að njóta félagaafsláttar*

Við munum svo senda út tilkynningu þegar fleiri ársvæði bætast við vefsöluna.

Úthlutun er í fullum gangi og stefnt verður á að klára flest svæði í næstu viku.

Með veiðikveðju,
SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir