Framboðsfrestur til fulltrúaráðs framlengdur

Kjörnefnd SVFR hefur ákveðið að framlengja framboðsfrest til fulltrúaráðs félagsins, en lögum samkvæmt skal nú kjósa fimm félagsmenn til setu í ráðinu. Umsóknir voru færri en fimm og því mun  kjörnefnd nýta heimild til að framlengja framboðsfrest til 13. febrúar.

Hlutverk fulltrúaráðs er að vera stjórn félagsins til fulltingis og ráðuneytis í málefnum félagsins. Í því skulu sitja fimmtán einstaklingar, þar af fimm síðast starfandi formenn félagsins, njóti þeirra við og að því tilskildu að þeir séu enn félagsmenn, sbr. 4. mgr. 4. gr., og eru þeir sjálfkjörnir. Fráfarandi formaður félagsins er formaður fulltrúaráðs.

Opið er fyrir umsóknir hér: svfr.is/frambod

By Ingimundur Bergsson Fréttir