Skrifstofan flytur!

Skrifstofa SVFR er að flytja í næsta hús en við erum að koma okkur fyrir í stöðvarstjórahúsinu á efri hæð. Við munum vera þar á meðan unnið er í breytingum á núverandi húsnæði en óljóst er hversu langan tíma tekur að breyta því.

Hlökkum til að taka á móti ykkur á skrifstofunni á nýjum stað í næstu viku.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér breytingar sem eru að eiga sér stað á Torfunni í Elliðaárdal en nánar má skoða svæðið hér.

 

Með bestu kveðju,
Skrifstofa SVFR

 

 

 

*mynd fengin af https://ellidaarstod.is/um-ellidaarstod/torfan/

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir