Breyttur lokunartími vegna landsleiks á morgun
Eins og alþjóð veit er landsleikur Íslands og Nígeríu á morgun og hefst hann kl. 15:00. ATH: Skrifstofan mun þ.a.l loka 14:30. Með þjóðhátíðarkveðju segjum við “ÁFRAM ÍSLAND!”
Eins og alþjóð veit er landsleikur Íslands og Nígeríu á morgun og hefst hann kl. 15:00. ATH: Skrifstofan mun þ.a.l loka 14:30. Með þjóðhátíðarkveðju segjum við “ÁFRAM ÍSLAND!”
Miðvikudaginn 20. júní var mikið um að vera. Þá opnuðu hvorki meira né minna en fjögur ársvæði á vegum SVFR. Elliðaárnar byrjuðu með látum þar sem 20 löxum var landað á opnunardaginn á 4 stangir. Það var ekki sama mokið í Haukadalsá né í Þverá í Haukadal. Samtals komu þar 6 laxar á opnunardaginn, fimm …
Ársvæði SVFR opna eitt af öðru um þessar mundir og opnaði Hítará í gær og Langá nú í morgun. Í fyrramálið opna svo Elliðaárnar, Haukadalsá og Straumfjarðará. Þetta er það helst sem við höfum frétt: Langá: Alls veiddust 15 laxar á morgunvaktinn í Langá í dag og verður það að þykja mjög gott. Laxinn var …
Hreinsun Elliðaánna var nú í gær þriðjudaginn 12. júní og var vel mætt, um 20 manns mættu og tóku til hendinni við árnar og gerðu þær klárar fyrir komandi laxveiðitímabil. Það kennir ýmissa grasa þegar farið er ofan í árnar og týnt til það sem kallast kannski ekki almennt sorp, en til að mynda þá …
Kastað til bata 2018 Þann 3. – 5. júní síðastliðinn var Kastað til bata haldið við Varmá sem rennur við Hveragerði. Það voru ánægðar veiðikonur sem héldu heim á leið þriðjudaginn 5.júni eftir tveggja daga endurhæfingaferð á vegum Brjóstaheill og Ráðgjafarþjónustu krabbmeinsfélagsins. Helstu stuðningsaðilar þessa verkefnis eru SVFR og Veiðihornið og sá SVFR um …
Það er komið að hinum árlega Vorfagnaði SVFR og ekki seinna vænna enda löngu komið sumar. Við ætlum að koma saman við höfuðstöðvar félagsins að Rafstöðvarvegi 14, laugardaginn 9. júní frá kl. 13 – 16 og vera með alveg hreint stórglæsilega dagskrá að venju. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 13 – 16 – Snarkandi pylsur …
Árleg hreinsun Elliðaánna verður þriðjudaginn 12. júní nk. og veitir Elliðaárnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur þessu verkefni forystu eins og undanfarna áratugi. Væntir SVFR þess að félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins og Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki lið. Elliðaárnar eru bakbein SVFR og gríðarlega mikilvægar fyrir félagið og því er okkur öllum sem í félaginu eru mikið …
Veiði á einu albesta urriðaveiðisvæði í heimi, Laxá í Mývatnssveit, hófst nú í morgunsárið og er þá veiðitímabilið 2018 loksins hafið þar fyrir norðan. Það er blíða fyrir norðan og veiðiveður eins og best verður á kosið. Við bíðum fyrstu frétta með öndina í hálsinum en fengum þessa mynd senda í morgun sem sjá má …
Hin árlega vorhátíð SVFR er í seinna fallinu þetta árið, enda hafa síðustu dagar og vikur ekki borið mikinn vorljóma með sér. En bjartsýnir veiðimenn sverja það að öll þessi rigning tryggi okkur veiðimönnum vatn langt fram undir ágúst. En stefnt er að því að halda vorhátíðina þann 9. júní að þessu sinni og verður …
Fréttir eru að berast víða að laxinn sé mættur! Nokkuð er síðan að laxar sáust í Laxá í Kjós, og í kjölfarið heyrðust fréttir af löxum í Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Fyrsta opnun ársins var síðan í Urriðafossi nú um helgina og komu 10 laxar á land þar opnunardaginn í svakalegu vatni. Leiðsögumaður sem …