Mývatnssveitin opnaði í morgun

Veiði á einu albesta urriðaveiðisvæði í heimi, Laxá í Mývatnssveit, hófst nú í morgunsárið og er þá veiðitímabilið 2018 loksins hafið þar fyrir norðan. Það er blíða fyrir norðan og veiðiveður eins og best verður á kosið. Við bíðum fyrstu frétta með öndina í hálsinum en fengum þessa mynd senda í morgun sem sjá má hér að ofan. Þarna er fríður hópur spenntra veiðimanna sem hafa í áraraðir opnað ána.

Við flytjum fréttir af aflabrögðum þegar þau berast en við gefum veiðimönnum allavega séns að klára vaktina áður en við förum að hringja í þá. Þess má geta að veiðisvæðið neðar í dalnum, nánar tiltekið Laxá í Laxárdal, opnar á fimmtudaginn. Við hvetjum áhugasama að fylgjast með bæði Facebook síðunni okkar sem og Instagram reikningnum okkar til að sjá nýjar myndir úr opnun.

Veðurspáin fyrir næstu daga er frábær fyrir norðan og enn er hægt að komast í Mývatnssveitina í júní þó aðeins séu örfáar stangir á lausu. Hægt er að skoða laus veiðileyfi í Mývatnssveit hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/lax2/ 

By admin Fréttir