Hreinsun Elliðaánna

Hreinsun Elliðaánna var nú í gær þriðjudaginn 12. júní og var vel mætt, um 20 manns mættu og tóku til hendinni við árnar og gerðu þær klárar fyrir komandi laxveiðitímabil.

Það kennir ýmissa grasa þegar farið er ofan í árnar og týnt til það sem kallast kannski ekki almennt sorp, en til að mynda þá nokkur reiðhjól, innkaupakerrur, umferðarskilti, umferðarkeilur, dekk og fleira. Þetta er gífurlega þarft verk til þess að viðhalda þessari perlu og allir þeir sem mættu eiga hrós skilið fyrir framtakið.

Sérstakar þakkir viljum við færa Ferðafélagi Íslands / Umhverfisátakið – Alla leið 2018, sem stóð í stórræðunum með okkur og eiga þau mikið lof skilið fyrir vasklega framgöngu.

Hér að neðan má sjá nokkra vel valda hluti sem voru “veiddir” uppúr ánnum en þær tók Árni Guðmundsson sem stóð í stórræðum í gær ásamt Margréti Bragadóttur og fleirum.

 

By admin Fréttir