Hin árlega vorhátíð SVFR er í seinna fallinu þetta árið, enda hafa síðustu dagar og vikur ekki borið mikinn vorljóma með sér. En bjartsýnir veiðimenn sverja það að öll þessi rigning tryggi okkur veiðimönnum vatn langt fram undir ágúst.
En stefnt er að því að halda vorhátíðina þann 9. júní að þessu sinni og verður sem fyrr boðið upp á pylsur og gos, göngu meðfram Elliðaánum með vönum mönnum, happdrætti á veiðileyfum, kastsýningu og fleira skemmtilegt.
Vonumst til að sjá sem flesta.