Laxinn mættur í Langá

Fréttir eru að berast víða að laxinn sé mættur!

Nokkuð er síðan að laxar sáust í Laxá í Kjós, og í kjölfarið heyrðust fréttir af löxum í Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Fyrsta opnun ársins var síðan í Urriðafossi nú um helgina og komu 10 laxar á land þar opnunardaginn í svakalegu vatni.

Leiðsögumaður sem við heyrðum af var með erlenda ferðamenn á ferðalagi á Mýrunum og komu þeir við í Skuggafossi í Langá til þess að taka myndir, á meðan hópurinn var að mynda sáust laxar stökkva á Breiðunni og verður það að telja til góðra frétta, þar sem þeir eru mættir í fyrra fallinu í Langá þetta sumarið.

Það verður spennandi að fylgjast með opnun Langár, en hún opnar 19. júní.

By admin Fréttir