By admin

Grjótá og Tálmi

Við viljum beina þeim tilmælum til veiðimanna sem eru að fara að veiða í Grjótá og Tálma þessi misserin að sýna aðgát við árbakkann. Nýji farvegur Hítarár rennur í Tálmann og hefur því vatnsmagn í Tálma snarlega hækkað og er farið að grafa úr bökkum ársvæðisins. Við biðlum því til veiðimanna að fara varlega við …

Lesa meira Grjótá og Tálmi

By admin

Sendu okkur myndir

Veiðitímabilið er að ná hámarki þessi dægrin og sumir félagsmenn standa kvölds og morgna úti í ám og vötnum.  Margir festa veiðiminningarnar á mynd eða myndband og nú langar SVFR að kalla eftir slíkum myndum frá ársvæðum félagsins. Að sumri loknu munum við velja bestu veiðimyndirnar og verðlauna myndasmiðina með veiðileyfum á næsta veiðisumri. Myndirnar …

Lesa meira Sendu okkur myndir

By admin

Fréttir af Hítará

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) mælist góðfúslega til þess við veiðimenn í Hítará, að þeir sleppi í sumar öllum fiski sem veiðist í ánni og hliðarám hennar. Eins og flestum er kunnugt um féll stór skriða úr Fagraskógarfjalli í Hítardal að morgni 7. júlí 2018. Of snemmt er að segja til um endanleg áhrif hamfaranna á …

Lesa meira Fréttir af Hítará

By admin

Þverá í Haukadal – ertu gönguveiðimaður í leit að ævintýri!

  Næsta helgi er laus! Þverá í Haukadal er lítil einnar stangar á sem rennur í Haukadalsá. Til þess að komast á veiðistaði þarftu að ganga í a.m.k. klukkustund og þú ert einn í heiminum út í náttúrunni að egna fyrir vænum löxum í lítilli á. Helstu meðmæli með þessari á er að nánast allir …

Lesa meira Þverá í Haukadal – ertu gönguveiðimaður í leit að ævintýri!

By SVFR ritstjórn

Fréttir úr Langá

Það er ágætis gangur hjá okkur í Langá þrátt fyrir erfið skilyrði frá 25. júní en þá rigndi hér eld og brennistein sem gerði það að verkum að áin hækkaði um meter í vatni.  Síðan þá hefur hún sjatnað og er núna í sannkölluðu gullvatni.  Það eru reglulega góðar göngur í ána og veiðistaðir að …

Lesa meira Fréttir úr Langá