Það styttist í aðalfund SVFR sem haldinn verður 27. febrúar næstkomandi. Nú í gærkvöldi rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs og til kosningar formanns félagsins. Aðeins einn aðili sóttist eftir formannssætinu en 5 aðilar sækjast eftir sæti í stjórn félagsins og ber því að fagna að áhuginn sé svona mikill. Laus eru til kosningar 3 sæti í stjórn félagsins og því er ljóst að flott kosningabarátta er framundan.
Opnað verður fyrir utankjörfundaratkvæði miðvikudaginn 20. febrúar, en frambjóðendur verða kynntir frekar á næstu dögum.
Hér að neðan eru þeir aðilar sem bjóða sig fram í stjórn félagsins og viljum við hvetja félagsmenn okkar til þess að kynna sér þá vel:
Framboð til formanns SVFR:
Jón Þór Ólason
Framboð í stjórn SVFR:
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
Karl Lúðvíksson
Lúðvíg Brynjarsson
Ólafur Finnbogason
Ragnheiður Thorsteinsson
Dagskrá Aðalfundar er sem hér segir:
- Formaður setur fundinn
- Formaður minnist látinna félaga
- Formaður tilnefnir fundarstjóra
- Fundarstjóri skipar tvo fundarritara
- Inntaka nýrra félaga
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
- Gjaldkeri les upp reikninga
- Framkvæmdastjóri kynnir rekstraráætlun 2018 – 2019
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Reikningar bornir undir atkvæði
- Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld
- Kynning og kosning formanns til eins árs
- Kynning og kosning frambjóðenda í stjórnarkjöri
Kaffihlé
- Kosning þriggja stjórnarmanna
- Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs
- Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára
- Lagabreytingartillögur
- Önnur mál
- Formaður flytur lokaorð
- Fundastjóri slítur fundi