Vel heppnað veiðikvöld fyrir unga veiðimenn

Í gærkvöldi var haldið opið hús fyrir unga veiðimenn og -konur á aldrinum 14-25 ára. Kvöldið var sérlega vel heppnað og má segja að það hafi verið troðfullt hús og setið í hverju sæti, þannig að framtíðin er björt í veiðinni miðað við áhuga ungu kynslóðarinnar.

Efni kvöldsins var áhugavert og var haldin kynning á félagsstarfi SVFR og Veiðikortinu. Ragnar Snorri Pétursson kynnti fyrir veiðimönnum leyndardóma Korpu og Gissur frá Veiðihorninu kynnti fyrir gestum flugustangir og flugulínur sem og hvernig útfærslur henta hverju sinni miðað við uppbyggingu á hverri línu fyrir sig. Villimenn kynnstu sig og sýndu frá veiðimyndum sínum.

Happahylurinn var glæsilegur með flottum vinningum. Veiðihornið gaf veiðibúnað, Salka gaf veiðibækur og SVFR og Veiðikortið gáfu veiðileyfi,

Skemminefndin ásamt Villimönnum er þakkað fyrir skemmtilegt kvöld og miðað við þessa frábæru mætingu mætti ætla að fleiri ungliðakvöld séu í vændum!

 

Með veiðikveðju og þökkum þeim sem studdu við þetta kvöld og þeim sem mættu.

SVFR

 

 

 

By admin Fréttir