Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sent inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. SVFR hefur verið virkur þáttakandi í náttúruvernd og slær hvergi slöku við þegar kemur að fiskeldinu.
“SVFR er ekki á móti fiskeldi en hefur hinsvegar ávallt lagst gegn sjókvíaeldi á norskættuðum laxi við Íslandsstrendur enda sýna bæði rannsóknir sem og reynsla annarra þjóða sem stunda laxeldi í opnum sjókvíum að ýmsir smitsjúkdómar, sníkjudýr og slysasleppingar munu óhjákvæmilega skaða lífríki í ám og vötnum hér á landi. Er váin raunar meiri hér á landi þar sem heimilað hefur verið sjókvíaeldi á kynbættum frjóum laxi af norskum uppruna, einfaldlega vegna þess að norski laxinn er erfðafræilega frábrugðinn íslenskum laxastofnum og erfðamengunin, sem er óhjákvæmilega, dregur úr hæfni villta laxins til að lifa af, fjölga sér, skemmir aðlögunarhæfni og eyðileggur ratvísina”
Jón Þór Ólason
Formaður SVFR
Hægt er að lesa umsögnina í heild sinni HÉR.