Niðurstöður útdráttar fyrir Elliðaárnar 2019

Elliðaár – Útdráttur

Í gær kl. 17 fór fram útdráttur vegna umsókna í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna ættu flestir að fá úrlausn sinna mála og eiga því kost að veiða í ánum á komandi sumri. Flestir sóttu um morgunvaktir í fyrrihluta júlímánaðar og því ljóst að margir þurfa að hnika og veiða á öðrum tíma en þeir sóttu um en þar voru nærri 750 umsóknir um 742 daga, eða öllu heldur hálfa daga. Þar af höfðu 607 félagsmenn óskað eftir Elliðaárdegi á A umsókn.

Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR, sá um dráttinn fyrir hönd stjórnar félagsins, eins og síðastliðin ár. Hann hefur útbúið sérstakt úrvinnslukerfi með flóknum algoritmum þar sem heppnir umsækjendur er dregnir út og raðað niður á dagana sem eru í boði. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og að mati SVFR er ekki unnt að leysa þetta flókna mál á sanngjarnari máta. Nú tekur árnefnd Elliðaánna við keflinu, og reynir að koma eins mörgum félagsmönnum á ákjósanlega daga, sem fengu ekki það sem þeir sóttust eftir í umsókn sinni. Þeir dagar sem eru auðir í skjalinu sem er hér í viðhengi, eru því ekki lausir dagar að svo stöddu.

Eftir helgi ættum við því að hafa nokkuð góða mynd á það hvaða veiðileyfi verða laus í Elliðaánum í sumar.

Meðfylgjandi er PDF skjal sem innihalda fyrstu 6 stafina í kennitölum þeirra sem fengu úthlutað á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir. Hægt er að sækja skjalið og nota „control-f“ til að leita að hvort fyrstu 6 stafirnir í kennitölu sinni séu í skjalinu. En út frá persónuverndarsjónarmiði getum við ekki birt kennitölurnar í heild sinni.

HÉR MÁ SÆKJA PDF skjalið:

 

By admin Fréttir