80 ára afmælisfluga SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur ætlar að halda upp á 80 ára afmæli félagsins með pompi og prakt nú á vormánuðum.

Því tengdu ætlum við að stofna til samkeppni um 80 ára afmælisflugu SVFR, bæði lax og silungsflugu. Þemað mega menn sækja hvert sem er, en leitast verður eftir frumleika og fegurð í hönnum og hnýtingu.

Hnýtarar eru því hvattir til að setjast niður við “væsinn” og hefjast handa. Flugurnar sem hnýtarar vilja senda inn til keppni, sendist á skrifstofu SVFR, Rafstöðvarvegi 14, 110 Reykjavík.

Dómnefnd verður valin síðar í vor, sem mun skoða allar flugur sem sendar verða inn og velja vinningsfluguna, vegleg verðlaun eru í boði.

Frekari upplýsingar um keppnina koma síðar.

By admin Fréttir