Útdráttur í Elliðaánum

Í dag verður dregið um leyfi í Elliðaánum, útdrátturinn verður sem áður á skrifstofu SVFR klukkan 17:00, á Rafstöðvarvegi 14. Allir sem hafa áhuga á að mæta geta komið og fylgst með Bjarna Júlíussyni draga úr hattinum (tölvunni) hverjir hafa heppnina með sér í þeim vikum sem er umframeftirspurn eftir leyfunum.

Kennitölur munu birtast í stað félagsnúmera, þannig að óþarfi er að grafa upp félagsnúmerið til þess að vita hvort félagsmenn hafi fengið úthlutað.

By admin Fréttir