By Ingimundur Bergsson

Elliðaárnar – úthlutun lokið!

Kæru félagar, loksins! Við viljum biðjast velvirðingar á hversu langan tíma tók að klára úrvinnslu. Gríðarlegur umsóknarþungi var í ár og eftir úthlutun er árnar nánast uppseldar og fyrstu lausu dagar ekki fyrr en um miðjan september! Reikningar ættu að berast umsækjendum í dag og kröfur birtast í heimabanka í dag eða eftir helgi. Úrvinnsla …

Lesa meira Elliðaárnar – úthlutun lokið!

By Ingimundur Bergsson

Tillaga um lagabreytingu.

Nú styttist í aðalfund félagsins 23.febrúar 2023 og frestur til að kynna breytingar að lögum félagsins rann út á miðnætti og barst skrifstofu ein breytingartillaga sem lögð verður fyrir aðalfund félagsins. Hún koma frá Hrannari Pétursson, stjórnarmanni og tilkynningin í heild sinni svohljóðandi: Kæri viðtakandi. Undirritaður óskar eftir því, að meðfylgjandi tillaga að breytingum á …

Lesa meira Tillaga um lagabreytingu.

By SVFR ritstjórn

Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

Þó að úthlutunin sé langt á veg komin og niðurstöður liggi fyrir úr allflestum ársvæðum er ýmsu enn ólokið og ber þar helst að nefna sjálfar Elliðaárnar. Okkur þykir miður að úrvinnslan hafi dregist fram í febrúar og biðjumst velvirðingar á seinaganginum. Nú verður allt kapp lagt á að klára það sem eftir stendur svo …

Lesa meira Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

By SVFR ritstjórn

TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

Síðasti vinnudagur Sigurþórs Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra SVFR var í dag. Hann heldur á vit nýrra ævintýra eftir um fjögurra ára starf og SVFR óskar honum alls hins besta í nýjum verkefnum. Ingimundur Bergsson tekur við starfi framkvæmdastjóra SVFR, en hann hefur undanfarin misseri verið skrifstofustjóri félagsins og gegnt lykilhlutverki í sölu og þjónustu við félagsmenn. …

Lesa meira TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

By Ingimundur Bergsson

Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

Frábært stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, fimmtudaginn 2.febrúar kl. 20. Nokkrir af bestu veiðimönnum landsins – stórlaxarnir Nils Folmer Jorgensen, Sigþór Steinn Ólafsson, Vala Arnadottir og Björn K.Rúnarsson – deila þekkingu sinni, segja sögur og kenna okkur hinum að veiða fleiri og stærri laxa! Ekki missa af þessu!

Lesa meira Stórlaxakvöld í Rafveituheimilinu 2. feb

By Ingimundur Bergsson

Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

Daginn er farið að lengja og veiðimenn farnir að huga að komandi veiðitímabili sem hefst formlega 1. apríl. Við höfum opnað vefsöluna fyrir félagsmönnum SVFR, en aðeins fyrir veiðileyfum í vorveiðina. Veiðileyfin sem hægt er að kaupa núna í vefsölunni eru fyrir eftirfarandi ársvæði: Varmá – 2. apríl til 20. október Leirvogsá vorveiði – 1. …

Lesa meira Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

By SVFR ritstjórn

Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fram fer á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar. Veiðidrottningin Helga Gísla og Ólafur Tómas „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti á staðnum! Húsið opnar klukkan 19 og eru allir velkomnir. Með kveðju, Fræðslunefndin

Lesa meira Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

By SVFR ritstjórn

Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar

Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. febrúar í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund, með skriflegum hætti eins og …

Lesa meira Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar