Nú fer fjörið að byrja í laxveiðinni og teljum við niður dagana þangað til ársvæðin okkar fara að opna hvert á fætur öðru en óhætt er að segja að opnanir Norðurár og Þverár Kjarrár fylli veiðifólk bjartsýni fyrir sumarið.
Perlan okkar í Borgarfirðinum, Langá á Mýrum, ríður á vaðið 19. júní nk. og bíðum við gríðarlega spennt eftir opnuninni. Örfáar stangir eru til í Langá í júní og júlí sem sjá má hér að neðan og í vefsölu;
- 2 stangir 26.-28. júní / 87.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- 2 stangir 15.-18. júlí (prime time) / 219.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- 2 stangir 18.-21. júlí (prime time) / 219.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- 6 stangir 24.-27. júlí / 207.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- 5 stangir 29.-30. júlí (stakur dagur – 1/2, 1/2) / 197.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
Degi síðar, þann 20. júní, opnar svo önnur perla þegar tímabilið byrjar í Haukadalsá. Hún er nánast uppseld í sumar en girnilegir bitar leynast þó í vefsölunni.
- Í hollinu 30. júlí – 1. ágúst eru til 4 stangir sem seldar verða stakar / 208.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- Hollið 3.-5. ágúst er laust, 5 stangir í 2 daga / 200.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
- Hollið 11.-14. ágúst er laust, 5 stangir í 3 daga / 144.000 kr. stangardagurinn á félagsverði.
Ekki má gleyma okkar paradís á Vestfjörðum en Laugardalsáin opnar eftir slétta viku, 21. júní. Þar eigum við þónokkur laus holl á tímabilinu og verður spennandi að sjá hvort djúpið lifni við í sumar.
Laugardalsáin er frábær fyrir fjölskyldur og hópa þar sem húsið er stórt og rúmgott – svo spillir ekki fyrir að það er gríðargóð silungsveiði í vötnunum tveimur sem áin rennur í gegnum.
HÉR má sjá laus holl í vefsölu.