Frábær opnun í Laxárdal!

Magnús Björnsson var í skýjunum með opnunina í Laxárdal og hafði þetta að segja þegar við náðum tali af honum;

„Laxárdalur skartaði sínu fegursta í opnuninni með 15-24 stiga hita, sól og blæstri. Lífríkið hefur sjaldan verið komið lengra en í ár, skógur laufgaður og fluga tekin að rísa.

Veiði var svipuð og í síðustu opnunum en veiddir fiskar stækka með hverju árinu sem líður.  Það komu 58 fiskar á land, þar af voru 8 fiskar 70-73 cm. og 21 á bilinu 60-69 cm, sem sagt helmingur veiddra fiska stærri en 59 cm.

Fiskar voru almennt mjög vel haldnir, feitir og silfraðir, eins og sjá má á myndunum hér að neðan af 73 cm. hæng úr Kletthólma og 62 cm. hrygnu úr Soginu.“

Magnús Björnsson með glæsilegan 73. cm hæng úr Kletthólma.
Þessi fallega 62 cm. hrygna veiddist í Soginu.

Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir orðsendinguna sem og myndirnar og bendum áhugasömum á að kynna sér framboðið á lausum stöngum í vefsölunni okkar HÉR.

By SVFR ritstjórn Laxá í Láxárdal