Okkar maður á vaktinni, Ásgeir Heiðar stórveiðimaður og súpergæd, færði okkur þær gleðifréttir nú í morgunsárið að laxinn er mættur í Elliðaárnar, nánar tiltekið á neðri Breiðu. Þessi 9-10 punda höfðingi var allt annað en feiminn og lét sig ekki muna um að stökkva tignarlega fyrir viðstaddan.