By Ingimundur Bergsson

SVFR semur við Lux veitingar

SVFR hefur samið við Lux veitingar ehf. um að taka að sér rekstur Langárbyrgis við Langá og veiðihússins við Haukadalsá á komandi sumri.  Að baki Lux veitinga ehf. standa þeir Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og Hinrik Örn Lárusson matreiðslumeistari, en þeir félagarnir ættu að vera veiðimönnum sem stundað hafa Langá og Haukadalsá kunnugir enda ráku …

Lesa meira SVFR semur við Lux veitingar

By Hjörleifur Steinarsson

Barna og unglingastarf SVFR

Barna og unglingastarf SVFR að hefjast. Nú er barna-og unglingastarf Stangaveiðifélags Reykjavíkur að hefjast. Í þessum mánuði verða tveir viðburðir, næsta fimmtudag og laugardaginn 24.febrúar. Svona er dagskráin fimmtudaginn 15.febrúar: Kynning á dagskránni fram að vori: Farið verður yfir dagskrána sem er framundan. Með því geta þeir sem mæta séð hvað verður í boði og …

Lesa meira Barna og unglingastarf SVFR

By Ingimundur Bergsson

SVFR NÆR FYRRI STYRK

Ársreikningur SVFR vegna síðasta rekstrarárs er tilbúinn og liggur frammi á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54. Síðasta rekstrarár var gott fyrir félagið, þar sem heildartekjur voru 644,5 milljónir króna og hagnaður af rekstrinum var 40,6 milljónir króna. Þetta er þriðja árið í röð sem SVFR góðum rekstrarafgangi og staða félagsins er því orðin sterk. Nokkrir …

Lesa meira SVFR NÆR FYRRI STYRK

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR verður haldinn 29. febrúar

Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 29. febrúar klukkan 18:00 í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund (15. febrúar), með …

Lesa meira Aðalfundur SVFR verður haldinn 29. febrúar

By Ingimundur Bergsson

Félagsmenn SVFR styrkja NASF

Samhliða félagsúthlutun í desember fór fram söfnun fyrir NASF til að styðja þá í baráttunni við verndun villta laxins okkar. Félagsmenn tóku höndum saman og söfnuðust kr. 300.000 krónur í þessu átaki. Þeir Elvar Örn Friðriksson og Elías Pétur Þórarinsson frá NASF mættu í nýjar höfuðstöðvar SVFR í dag og veittu styrknum viðtöku úr hendi …

Lesa meira Félagsmenn SVFR styrkja NASF

By Hjörleifur Steinarsson

Lokað vegna flutninga!

Mánudaginn 29.1 og þriðjudaginn 30.1 verður skrifstofa SVFR  á Rafstöðvarvegi 8 lokuð vegna flutninga. Við erum að fara að flytja á Suðurlandsbraut 54 og stefnum á að opna þar miðvikudaginn 31.1 kl 8:00 stundvíslega, við hlökkum til að taka á móti félagsmönnum í nýju húsakynnunum. Hægt er að senda okkur tölvupóst á svfr@svfr.is og einnig …

Lesa meira Lokað vegna flutninga!

By Árni Kristinn Skúlason

Vefsalan komin í loftið!

Þá er vefsalan okkar komin í loftið en þar kennir ýmissa grasa. Þar má finna flotta daga í flestum af okkar ársvæðum og hvetjum við félagsmenn til þess að bregðast hratt við því jafnan eru bestu bitarnir fljótir að fara! Smellið hér til að fara á vefsöluna. Einnig viljum við minna félagsmenn á að dregið …

Lesa meira Vefsalan komin í loftið!

By Hjörleifur Steinarsson

Fræðslunefnd SVFR

Fjölgun í Fræðslunefnd SVFR Fræðslunefnd SVFR hefur verið að vaxa og styrkjast síðustu ár eins og félagsmenn hafa vonandi orðið varir við.  Framundan eru skemmtilegir viðburðir á vegum félagsins og því auglýsum við eftir öflugu og áhugasömu fólki til að taka þátt í þessu frábæra starfi með okkur. Ætlunin er að fjölga um 4 aðila í …

Lesa meira Fræðslunefnd SVFR