Opið hús 22. mars!

Stefnir í frábært opið hús næsta föstudagskvöld í Víkingsheimilinu – taktu kvöldið frá og vertu með!

Ólafur Finnbogason og Karl Magnússon ætla að kynna okkur fyrir Langá eins og þeir veiða hana, báðir hafa áratuga langa reynslu og ætla að segja frá öllum sínum leyndarmálum!

Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað og verður stútfullur af flottum vinningum, einnig verður skemmtilegt veiðikviss!

 

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir