SVFR býður upp á sérsniðið Hjónaholl í Langá dagana 20.-22.ágúst á sértilboði. Hjón veiða saman á einni stöng og greiða samtals kr. 300.000.- eða 150.000 á einstakling með mat og gistingu í tvo daga.
Á þessum tíma er lax kominn upp um alla á og því skemmtilegur tími auk þess sem ljósaskiptin eru farin að gera vart við sig þegar líður á kvöldið.
Nú er um að gera að stökkva á þetta og bjóða makanum upp á ógleymanlegt ævintýri við Langá á góðu verði. Lúx veitingar ehf. sjá um að enginn verði svangur og hægt verður að kaupa leiðsögn og geta þá t.d. tvö pör deilt leiðsögumanni.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í netfangið [email protected] eða hringið í síma 568-6050.