Kristján Friðriksson verður staðarhaldari og veiðivörður við Langá

SVFR hefur samið við Kristján Friðriksson um að taka að sér staðarhald og veiðivörslu í Langá á komandi sumri.  Hann mun því taka á móti veiðimönnum í Langá, sjá um skiptingar og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera við Langá næsta sumar.

Kristján hefur verið viðloðandi stangaveiðina síðustu áratugi og meðal annars gefið út veiðibók auk þess að halda úti veiðivefnum Fos.is.  Þá er hann einnig forsprakki Febrúarflugna á Facebook sem hefur slegið í gegn en sá viðburður stækkar á hverju ári.

Við bjóðum Kristján velkominn í teymið en hann er farinn að hlakka til að kynnast veiðimönnum við Langá næsta sumar!

SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir