Vorveiðileyfin komin í vefsöluna!

Síðustu daga höfum við verið að úthluta vorveiðileyfum í Elliðaár, Korpu og Leirvogsá og höfum við núna sett inn á vefinn leyfi sem fóru ekki i úthlutuninni.

Elliðaárnar eru alltaf jafn vinsælar og fóru öll leyfin í úthlutuninni en það eru feitir bitar eftir í Korpu og Leirvogsá – fyrstur kemur, fyrstur fær!

Í Leirvogsá eru báðar stangir seldar saman til 15. apríl, eins og síðustu ár er ein stöng seld í Korpu og er hún veidd annan hvern dag.

Það eru einungis 20 dagar í að veiðitímabilið hefjist, kominn tími á að raða í boxin og bóna línurnar því þetta er að bresta á!

By SVFR ritstjórn Fréttir