Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

Úrslit í stjórnarkjöri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) voru kynnt á aðalfundi félagsins, sem fór fram í Akóges-salnum í Lágmúla í gærkvöldi. Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin.

Fjórir frambjóðendur bitust um þrjú laus sæti í stjórn. Kosningarnar hófust fimm dögum fyrir aðalfund og voru rafrænar. Á kjörskrá voru 2.547 félagsmenn og af þeim greiddu 287 atkvæði, sem er ríflega 11% kosningaþátttaka. Atkvæði féllu svona:

Trausti Hafliðason 242 atkvæði.

Hrannar Pétursson 230 atkvæði.

Halldór Jörgensson hlaut 182 atkvæði.

Unnur Líndal Karlsdóttir 177 atkvæði.

Úrslitin þýða að Trausti, Hrannar og Halldór, sem allir voru í endurkjöri, náðu kjöri að nýju í stjórn en Unnur Líndal ekki. Stjórn SVFR er nú svona skipuð:

Ragnheiður Thorsteinsson formaður, Brynja Gunnarsdóttir, Dögg Hjaltalín, Halldór Jörgensson, Helga Jónsdóttir, Hrannar Pétursson og Trausti Hafliðason.

Ljósmynd: Golli

Nýstárleg skýrsla stjórnar

Aðalfundur félagsins fór vel fram en um þrjátíu manns sátu fundinn. Farið var yfir starfsemi félagsins á síðasta rekstrarári og var skýrsla stjórnar kynnt með nýstárlegum hætti . Var hún kynnt á myndrænu formi, sem lagðist vel í fundargesti en rituðu eintaki var einnig dreift á fundinum. Hægt er að skoða myndbandið hér.

 

Góð fjárhagsstaða og óbreytt félagsgjöld

Á fundinum fór Helga Jónsdóttir, gjaldkeri SVFR, yfir rekstur síðasta árs. Ber þar helst að nefna félagið skilaði hagnaði upp á 42 milljónir króna og eigið fé jókst úr 93 milljónum í 133 milljónir á milli ára. Fjárhagsstaðan er því sterk og félagið hefur nú borð fyrir báru komi eitthvað óvænt upp á rekstrinum, sem er nauðsynlegt því á veiðileyfamarkaði geta hlutirnir verið fljótir að breytast.

Stjórn SVFR lagði fram tillögu um að árgjöld yrðu óbreytt og var það samþykkt. Almennt árgjald verður því áfram 12.900 krónur.  Makar og félagsmenn yngri en 20 ára, sem og félagsmenn eldri en 67 ára greiða 4.400 krónur eins og áður.

 

Ályktun um laxeldi

Trausti Hafliðason, ritari stjórnar, kynnti fyrir hönd stjórnar fram tillögu að ályktun aðalfundar, sem felur í sér áskorun til stjórnvalda um að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í sjókvíaeldismálum við strendur Íslands. Ályktunin má lesa í heild hér.

 

Sjálfkjörið í fulltrúaráð

Fimm voru í framboði til fulltrúaráðs og var því sjálfkjörið. Þau sem voru sjálfkjörin eru: Georg Gísli Andersen, Hörður Vilberg, Jóhann Torfi Steinsson, Jóhanna Lind Elíasdóttir og Karl Lúðvíksson. Fulltrúaráð er nú svona skipað:

 

Jón Þór Ólason #708   (Formaður)

Árni Friðleifsson #372

Bjarni Júlíusson #225

Guðmundur Stefán Maríasson #322

Bjarni Ómar Ragnarsson #141

Georg Gísli Andersen #1476

Hörður Vilberg #763

Jóhann Torfi Steinsson #328

Jóhanna Lind Elíasdóttir #1580

Karl Lúðvíksson #529

Ásmundur Gíslason #912

Elín Ingólfsdóttir #1221

Emil Gústafsson #1033

Harpa Groiss #1086

Þórólfur Halldórsson #3

 

Látinna félaga minnst

Á fundinum minntist formaður SVFR látinna félaga og bað fundargesti að heiðra þá. Þeir sem létust á síðara ári voru:

 

Vilhjálmur Hjálmarsson #11

Skúli Viðar Skarphéðinsson #17

Jóhannes Nordal #18

Magnús V. Ármann #22

Friðleifur Stefánsson #29

Haukur K. Árnason #34

Ingibjörn Hafsteinsson #46

Þorvaldur S. Jóhannesson #91

Hilmar H. Leósson #161

Andrés Andrésson #211

Guðrún Ragnarsdóttir #302

Hermann Auðunsson #382

Jafet S. Ólafsson #584

Júlíus Þór Gunnarsson #1283

Helgi Kjartan Sigurðsson #1433

Sigþór Guðmundsson #1601

Hallgrímur Gunnarsson #1613

Ólafur Kristinn Sigurðsson #1631

Lúðvík Baldur Ögmundsson #1662

Konráð Ingi Jónsson #1797

Lýður Óskar Haraldsson #2348

Önundur G Haraldsson #2514

Svavar Svavarsson #2648

Ólafur A. Þorsteinsson #2873

 

Í lok fundarins þakkaði Ragnheiður félagsmönnum fyrir góðan fund og bað fólk um halda út í næsta veiðisumar með gleðina sem fylgifisk.

By Ingimundur Bergsson Fréttir