By Hjörleifur Steinarsson

Flugukastnámskeið með Klaus Frimor

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðiflugur munu í maí bjóða upp á flugukastnámskeið, fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennari verður einn fremsti flugukastkennari í heimi, Klaus Frimor. Klaus hefur síðustu áratugi starfað sem aðalhönnuður hjá Loop Tackle og Guideline þar sem hann hefur hannað, prófað og þróað flugustangir og flugulínur. Að auki hefur hann verið leiðsögumaður víðsvegar …

Lesa meira Flugukastnámskeið með Klaus Frimor

By Hjörleifur Steinarsson

Barna-og ungmennadagar 2024, skráning hefst kl.12:00 miðvikudaginn 8 maí!

Á miðvikudaginn, 8. maí klukkan tólf á hádegi, opnum við fyrir skráningu á barna- og ungmennadaga 2024. Um er að ræða tvo sunnudaga, annars vegar 7. júlí og hins vegar 11. ágúst, þar sem veitt er bæði fyrir og eftir hádegi og verða 16 pláss í boði á hverri vakt eða 64 í heildina. Reglan …

Lesa meira Barna-og ungmennadagar 2024, skráning hefst kl.12:00 miðvikudaginn 8 maí!

By Hjörleifur Steinarsson

Barna og unglingastarfið kynnir veiðidaga

Vorveiði í Leirvogsá og Korpu laugardaginn 4 maí og sunnudaginn 5 maí. Barna og unglingastarf SVFR ætlar að bjóða til vorveiðiveislu næstkomandi laugardag og sunnudag, veitt verður í Leirvogsá á laugardaginn og Korpu á sunnudaginn. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og skrifa í athugasemd hvor dagurinn hentar þeim betur.  Veitt er frá kl …

Lesa meira Barna og unglingastarfið kynnir veiðidaga

By Árni Kristinn Skúlason

Lokað sumardaginn fyrsta

Skrifstofan verður lokuð á morgun, sumardaginn fyrsta. Við viljum minna á veiðigleðina við Elliðavatn, boðið verður upp á leiðbeiningar og góð ráð um vatnaveiði. Caddisbræðurnir Hrafn og Ólafur Ágúst ásamt Ólafi Tómasi í Dagbók Urriða, sem saman standa að Tökustuði (tokustud.is), verða á staðnum. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur verða á staðnum og kynna félagið. Hressing í …

Lesa meira Lokað sumardaginn fyrsta

By Árni Kristinn Skúlason

Vorið er komið – fræðslukvöld SVFR

Fræðslunefnd SVFR verður með stórskemmtilegt fræðslukvöld á morgun (23. apríl) á Ölver, salurinn opnar klukkan 19:00 og dagskrá hefst klukkan 20. Hvað er að fara af stað í lífríkinu næstu daga?Hvernig er vormynstur hornsíla og toppflugu og hvernig getum við nýtt okkur það í veiðinni? Sannar íslenskar veiðisögur – Sérstakir gestir stíga upp á svið og …

Lesa meira Vorið er komið – fræðslukvöld SVFR

By Ingimundur Bergsson

Opið hús á föstudaginn!

Opið hús í Akóges salnum. Skemmtinefnd heldur opið hús föstudaginn 19. apríl n.k. í Akóges salnum Lágmúla 4. Húsið opnar kl. 19.30.  Sigurður Skúli Bárðarson kynnir Gljúfurá fyrir gestum en hann þekkir ána betur en flestir enda veitt þar í áratugi auk þess að vera formaður árnefndar.  Ingimundur Bergsson mun einnig halda létta kynningu um …

Lesa meira Opið hús á föstudaginn!

By Árni Kristinn Skúlason

Flott veiði í Korpu!

Þrátt fyrir leiðindaveður hefur veiðin í Korpu farið ágætlega af stað, Sigurður Duret var við veiðar í gær og sendi okkur línu. “Ég mætti um 17:00 og byrjaði í Stíflunni, fékk 2 niðurgöngulaxa og missti annan þannig ég færði mig ofar. Labbaði með ánni og kastaði á nokkra ómerkta veiðistaði fyrir neðan Stokka og fékk …

Lesa meira Flott veiði í Korpu!

By Hjörleifur Steinarsson

Uppfærð veiðistaðalýsing í Langá

Nú styttist í laxveiðitímabilið og menn farnir að setja sig í stellingar. Einn af þeim sem eru komnir í gírinn er Karl Lúðvíksson eða Kalli Lú. Langá á stóran sess í hjarta Kalla og hefur hann eytt ófáum stundum þar við veiðar, leiðsögn og staðarhald. Nú hefur kappinn uppfært ítarlega veiðistaðalýsingu sína af ánni, þetta …

Lesa meira Uppfærð veiðistaðalýsing í Langá