SVFR 85 ÁRA Í DAG!

Stangaveiðifélag Reykjavíkur er 85 ára í dag og óskum við félagsmönnum til hamingju með áfangann.

Í tilefni dagsins bjóðum við til fögnuðar í Akóges salnum við Lágmúla 4 kl. 19:30 og vonumst við til að sjá sem flesta.

Einnig munum við í tilefni dagsins kynna verkefnið Spekingarnir spjalla sem búið er að dusta rykið af eftir að það lagt á hilluna 2008, en þar má finna viðtöl sem Gylfi Pálsson tók við valinkunna félagsmenn. Enn á eftir að klippa til nokkur viðtöl í þessari seríiu.  Verkefnið er stórt og við getum þakkað það Einari Rafnssyni kvikmyndatökumanni, en hann er að vinna þetta í sjálfboðavinnu að koma viðtölunum til skila til félagsmanna.  Einnig á Gylfi Pálsson þakkir skyldar fyrir að hafa fengið spekingana til að spjalla.

Kæru félagsmenn, njótið vel og til hamingju með daginn!

 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af sögu SVFR í tilefni dagsins.

 

Stjórn og starfsfólk SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir