Kvennanefnd auglýsir eftir nýjum konum í nefndina.
Hlutverk nefndarkvenna er að undirbúa og skipuleggja fundi þar sem leitast skal við að efla tengsl veiðikvenna, hafa fræðslu, fyrirlestra og umræður tengdar veiði. Árleg verkefni eru t.d. undirbúningur veiðiferðar, opin hús og kastæfingar.
Áhugasömum konum er bent á að fylla út umsókn á síðu SVFR, sjá hér
https://svfr.is/umsokn-felagsstarf/
Við vonumst til að sem flestar sæki um og í júlí látum við vita hverjar eru svo heppnar að komast að í þetta skipti. Ný kvennanefnd tekur við í september.
Nefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfinu og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi.
Umsóknarfrestur er til 10.júlí 2024.
Núverandi Kvennanefnd SVFR skipa
– Sæunn Björk Þorkelsdóttir
– Helga Gísladóttir
– Rún Knútsdóttir
– Þóra Sigrún Hjaltadóttir