Fullbókað á barnadaga SVFR

Mikil ásókn hefur verið undanfarin ár í barnadagana í Elliðaánum og er árið í ár engin undantekning.

Þau 64 pláss sem voru í boði eru nú bókuð, Enn er hægt að skrá barn á biðlista en skráningu lýkur á hádegi á morgun 15. maí.

Smellið hér til að skrá barn á biðlistann.

Athugið að veiðin er fyrir félagsmenn 18 ára og yngri, sem geta veitt sjálfir, en barnið/unglingurinn þarf að vera skráður félagsmaður og hafa greitt félagsgjaldið.

By Árni Kristinn Skúlason Fréttir