Perlan í Þistilfirði
Árnefnd Sandár lokaði ánni um liðna helgi, samkvæmt venju fóru menn til veiða þegar færi gafst á milli verkefna og vinnu við frágang. Vel hefur gengið í Sandá í sumar og veiddust í henni 336 laxar, meðal lengd veiddra laxa var 72cm og var 99% veiddra laxa sleppt aftur. 7 Hnúðlaxar voru skráðir í Sandá …