Úthlutun gengur vel!

Kæru félagsmenn,

Úthlutun hefur gengið nokkuð vel og hefur þurft að halda fjölmarga rafræna drætti, þar sem dregið er fyrir opnum tjöldum á myndfundi með aðstoð Excel.

Við stefnum á að klára síðustu ársvæðin í vikunni og stefnum á að draga í Elliðaánum 20. janúar, bæði fyrir laxatímabilið og vorveiðina.

Þegar fjöldi umsókna er mikill er ekki sjálfgefið að allir fái leyfi en við munum gera okkar besta til að allir eða sem flestir fái einhverja úrlausn fái þeir ekki þá daga sem óskað er eftir.

Mjög mikill umsóknarþungi var t.d. í Haukadalsá og því miður fá ekki allir holl hafi þeir tapað þegar dregið var um hollin þeirra.

Með bestu kveðju,

Skrifstofan

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir